Ókeypis er á alla viðburði

Velkomin á Barnahátíð í Reykjanesbæ dagana 7. - 10. maí 2015. Ókeypis er á alla viðburði!
  • Listahátíð barna og listasmiðja

    Hvar: Duushús, Duusgata 2-10, og víðar
  • Vatnaveröld

    Frítt í sund!
  • Skessan býður í heimsókn

    Hvar: Skessuhellir, Gróf

Dagskrá

Leiktæki, karamelluregn, listahátíð, skessulumur, listasmiðjur og hestar.

ath. staðsetning viðburða gæti breyst vegna veðurs
Smelltu á viðburðinn til að sjá frekari upplýsingar.

Um Barnahátíð & Reykjanesbæ

Barnahátíð verður haldin í níunda sinn í Reykjanesbæ 7. – 11. maí. Margir koma að undirbúningi hátíðarinnar og boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og foreldra. Markmið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ.

Söfnin í bænum og leik- og grunnskólar ásamt öðrum stofnunum sem og íþróttafélög, tómstundafélög og menningarfélög taka virkan þátt í hátíðinni en að auki er öllum bæjarbúum boðin þátttaka.

Stór liður í barnahátíð er Listahátíð barna sem er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og allra leikskóla í Reykjanesbæ. Hátíðin hefur vaxið og eflst með hverju ári og segja má að hún hafi orðið kveikjan að barnahátíðinni þar sem virðing fyrir börnum og störfum þeirra er höfð að leiðarljósi.

Forvarnir í Reykjanesbæ

Ábyrg og jákvæð netnotkun.

Markmið með verkefninu er að auka jákvæða og örugga netnotkun með fræðslu til foreldra og barna.

Baklandið

er sértækt „eftir-skóla“ úrræði eða athvarf fyrir börn og unglinga sem njóta stuðnings og þjónustu barnaverndar Reykjanesbæjar.

Barátta gegn áfengis- og vímuefnanotkun

er eitt þeirra leiðarljósa sem stöðugt er unnið að á breiðum samstarfsgrunni. Áhersla er lögð á að efla fræðslu, fjölga úrræðum og færa ungu fólki aukinn styrk, þekkingu og sjálfstæði til þess að hafna vímuefnum.

Barátta gegn áfengis- og vímuefnanotkun

er eitt þeirra leiðarljósa sem stöðugt er unnið að á breiðum samstarfsgrunni. Áhersla er lögð á að efla fræðslu, fjölga úrræðum og færa ungu fólki aukinn styrk, þekkingu og sjálfstæði til þess að hafna vímuefnum

Að verða foreldri

hefur það meginmarkmið að hjálpa verðandi foreldrum með aukinni þekkingu, að efla hæfileika sína til að takast á við þær breytingar sem verða í hjóna- eða parasambandi með tilkomu barns og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu.

Dagur um málefni fjölskyldunnar

Markmiðið með deginum er að vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar á líðandi stundu, tengslum atvinnulífs og fjölskyldulífs og mikilvægi þess að huga vel að jafnvægi milli þessara þátta.

Forvarnardagur ungra ökumanna

Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmenni til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.

Fræðsla um skaðsemi tóbaks

Fræðsla fyrir efri bekki í grunnskólunum. Fræðslumyndband sýnt og fylgt á eftir með glærusýningu.

Heilsu- og forvarnarvika

er samstarfsverkefni stofnana Reykjanesbæjar, ríkisrekinna stofnana, frjálsra félagasamtaka og einkaaðila með það að markmiði að gera heilsu og forvörnum í Reykjanesbæ hátt undir höfði.

Lundur forvarnarverkenfi og ráðgjöf hjá SÁÁ

Markmið verkefnisins er að bjóða upp á eftirfylgd og stuðningsúrræði á Suðurnesjum að lokinni meðferð vegna áfengis- eða fíkniefnavanda, að hlúa að og aðstoða foreldra sem eiga börn eða aðra aðstandendur í vímuefnaneyslu, auk þess að bjóða uppalendum upp á fræðslu í fyrirbyggjandi tilgangi.

Samtaka hópurinn

er þverfaglegur forvarnarhópur í málefnum barna og unglinga. Verkefni hópsins er að fyrirbyggja og bregðast við þeim vanda sem upp kemur hverju sinni og stuðla þannig að bættu umhverfi barna og unglinga með þróun lausnarmiðaðra aðgerða og úrræða eftir aðstæðum.

SOS uppeldisnámskeið

er foreldrum 2ja ára barna að kostnaðarlausu og hafa starfsmenn leik- og grunnskóla tileinkað sér þessa aðferðafræði.

Fjölmenningardagur

í Reykjanesbæ hefur að leiðarljósi að allir íbúar sveitarfélagsins fái notið fjölbreytni og margbreytileika í mannlífi og menningu og samskiptin efli þekkingu, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæma virðingu í samskiptum fólks.

Geðveikir dagar

Bjargarinnar. Markmið daganna era ð vekja hin dæmigerðu “Jón og Gunnu” til meðvitundar um að huga að eigin heilsu. Góð geðheilsa felur ekki aðeins í sér að vera laus við geðsjúkdóma. Hún einkennist m.a. af jákvæðri sjálfsmynd, ánægju í lífi og starfi og getu til að aðlagast breytilegum aðstæðum.

Tilboð á Barnahátíð

Skóbúðin, Hafnargötu 29, veitir 20% afslátt af öllum barnaskóm á Barnahátíð í Reykjanesbæ.


Verslunin Kóda býður 20% afslátt af öllum barnafatnaði á Barnahátíð.


Kaffi Duus býður uppá Barnahátíðartilboð laugardaginn 9.maí.

Fyrir börnin: Skessuterta, kakó/gos kr.500.

Fyrir fullorðna: Vaffla m/ískúlu, rjóma og íssósu eða vaffla m/sultu og rjóma kr.700.

Kvöldverður: 15% afsláttur af kvöldseðli. Frítt fyrir börn undir 8 ára. Íspinni fylgir með barnaseðli.


Barnadagar í Krossmóa 7-.10.maí.

Lyfja býður 25% afslátt af öllum barnavörum.


Nettó býður 3 fyrir 2 á barnamat. 10% afslátt á Nuk, Mamog Avent vörum. Fullt af fleiri tilboðum á barnavöru.


Dýrabær býður 20% afslátt á Sanabelle og MeowingHeads kettlingamat og Barkingheads hvolpamat, búrum, grindum og leikföngum.


Skólagerinn býður 20% afslátt af barnaskóm.